
Guðný Eyþórsdóttir
Guðný er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur býður upp á almenna meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Guðný er einnig löggildur náms- og starfsráðgjafi og hefur unnið sem slíkur til fjölda ára, auk þess að vera tengiliður farsældar hjá Hafnarfjarðarbæ. Hún hefur því mikla reynslu af því að vinna með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Í vinnu sinni leggur Guðný áherslu á að efla tengsl, nánd, traust, samvinnu og vellíðan. Sérhæfing hennar er tengslamiðuð og í meðferðarvinnu sinni notar hún m.a. aðferðarfræði tengda Emotional Focused Therapy, Solution Focused Therapy og Narrative Therapy.
Guðný sinnir;
- Einstaklingsmeðferð
- Parameðferð
- Fjölskyldumeðferð
- Uppeldisráðgjöf
- Samskiptavanda
- Tengslavanda
- Erfileikum tengdum námi eða skólasókn
- Samvinnu við skilnað
- Kynlífstengdri ráðgjöf
Menntun:
Diploma á meistarastigi í Fjölskyldumeðferðarfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Meistargráða í Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands
B.A gráða í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands
Fjölskyldufræðingur