Vigdís M. Jónsdóttir
Vigdís er sálfræðingur sem hefur starfað bæði innan opinbera geirans og í sjálfstæðum rekstri og unnið með fjölbreyttum hópi einstaklinga. Sérþekking hennar liggur í meðferð við kvíða, þunglyndis, lágu sjálfsmati, ADHD og taugafjölbreytileika.
Vigdís vinnur út frá markmiðum og þörfum hvers og eins og byggir meðferð sína á gagnreyndum aðferðum, þar á meðal hugrænni atferlismeðferð (HAM), Acceptance and Commitment Therapy (ACT) og díalektískri atferlismeðferð (DAM).
Vigdís sinnir einnig ADHD-greiningum hjá fullorðnum.
Menntun
Vigdís er með BA-gráðu í sálfræði frá Harvard University og meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Á síðustu árum hefur Vigdís lagt aukna áherslu á lífeðlisfræðilega þætti sem tengjast geðheilsu og er að sérhæfa sig í nálgun sem kallast metabolic psychiatry. Þar er greint hvernig næring, svefn, hreyfing og efnaskipti hafa áhrif á andlega líðan. Nýjar rannsóknir sýna að þessi nálgun getur skilað árangri, sérstaklega hjá einstaklingum með langvinn einkenni sem hafa ekki svarað hefðbundinni meðferð. Vigdís hefur meðal annars lokið alþjóðlegu klínísku þjálfunarnámskeiði undir leiðsögn Dr. Georgia Ede þar sem ketó mataræði er skoðað sem möguleg stuðningsaðgerð í meðferð.
Í starfi sínu leggur Vigdís áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun, þar sem horft er til bæði sálfræðilegra og líkamlegra þátta þegar það á við.
Nánar um Vigdísi hér: https://deartherapist.org/
Sálfræðingur