Gunnar Ingi Valdimarsson

Gunnar Ingi Valdimarsson

Gunnar veitir sálfræðimeðferð fyrir fullorðna og sérhæfir sig í meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) sem og skyldum röskunum. Hann sinnir einnig meðferð vegna kvíðaraskana, þunglyndis, áfalla og annarra tilfinningalegra erfiðleika, þar á meðal áfallastreituröskunar (PTSD). Helsta meðferðarform sem Gunnar beitir er hugræn atferlismeðferð (HAM), sem byggir á gagnreyndum aðferðum og hefur reynst árangursrík við fjölbreyttum vanda.

 

Gunnar starfaði sem sálfræðingur á göngudeild geðdeilda Landspítalans á árunum 2019–2025. Þar sinnti hann greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna fjölbreyttra geðrænna vandamála, meðal annars í tengslum við bráðan vanda á borð við geðrof og sjálfsvígshættu. Einnig vann hann mikið með einstaklingum með kvíða- og lyndisraskanir. Á þessum tíma fékk Gunnar sérfræðiþjálfun í meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) og öðlaðist þar dýrmæta reynslu í meðferð við þessum vanda. Gunnar hefur starfað sjálfstætt á Sálfræðistofunni Höfðabakka frá 2024.

_______________________________________________________________________________________

Menntun

 

  • Sérnám í hugrænni atferlismeðferð, Endurmenntun Háskóla Íslands (2023–2025)
  • Meistaragráða í klínískri sálfræði, Háskólinn í Reykjavík (2017–2019
    BS-gráður í sálfræði og íþróttafræði, Háskólinn í Reykjavík (2014–2017 og 2011–2014)

Sálfræðingur