Arndís Valgarðsdóttir

Arndís Valgarðsdóttir

Arndís sinnir almennri sálfræðiþjónustu fyrir fullorðið fólk á öllum aldri. Hún hefur kynnt sér sérstaklega sálfræðilega meðferð fyrir miðaldra og eldra fólk og býður skjólstæðinga sem komnir eru á miðjan aldur og efri ár sérstaklega velkomna.

 

Helstu áherslur eru á faglega aðstoð í margskonar krefjandi aðstæðum daglegs lífs ásamt meðferð við sálrænum vanda, meðal annars vegna afleiðinga áfalla, streitu, kulnunar, sjálfsmatsvanda, þunglyndis, kvíða og sorgar.

Arndís hefur einnig lagt áherslu á öldrunarsálfræði og heilabilunarsjúkdóma og á svefn og meðferð við svefnvanda.

Þær meðferðarnálganir sem Arndís styðst helst við eru EMDR meðferð, samkenndarsálfræði (Compassion Focused Therapy), HAM - hugræn atferlismeðferð og ACT (Acceptance and commitment therapy) eftir því sem við á.

 

Menntun
BS gráða, MS gráða og Cand.psych. gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Diplómagráða í Öldrunarfræðum frá Háskóla Íslands.

Í klínísku sálfræðinámi fjallaði lokaverkefnið um svefn og svefnmynstur. Við það verkefni og í störfum við svefnrannsóknir á Landspítalanum-Háskólasjúkrahúsi kynnti Arndís sér svefnvanda frá ýmsum hliðum.

Arndís hlaut starfsþjálfun á Reykjalundi þar sem hún sinnti m.a. einstaklingum með sálræna vanlíðan og hópmeðferðum við verkjum.

 

Rannsóknir

MS rannsókn: Að greinast með Alzheimerssjúkdóm: Áhrif á líðan og lífsgæði.

Cand. Psych rannsókn: Breytingar á svefnmynstri, líðan og lífsgæðum eftir árstíðum og búsetu.

Arndís hefur að auki tekið þátt í rannsóknum á sviði Lungnadeildar og Öldrunardeildar LSH. Rannsóknarefni eru aðallega tengsl kæfisvefns við ýmsa sjúkdóma, þar á meðal Alzheimers-sjúkdóm.


Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi EMDR meðferðaraðila. 

Sálfræðingur