Vigdís M Jónsdóttir

Vigdís M Jónsdóttir

Vigdís lauk B.A. prófi í sálfræði frá Harvard háskóla árið 2018 og MSc. gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2022. Í rannsóknarverkefni sínu skoðaði hún árangur af meðferð fyrir fullorðna sem hafa orðið fyrir áföllum í æsku. Með náminu starfaði hún í DAM teymi Landspítalans og á einkastofu. Einnig hefur Vigdís starfað hjá Rauða Krossinum, Píeta samtökunum og sem ráðgjafi hjá SÁÁ.

 

Vigdís sinnir meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum eldri en 18 ára, ásamt því að taka að sér ADHD greiningar fullorðinna.

 

Vigdís hefur reynslu af því að sinna meðferð fullorðinna með tilfinningavanda, t.d. einstaklinga sem upplifa miklar tilfinningasveiflur og erfiðleika við tilfinningastjórnun og tengdan vanda, t.a.m. hvatvísa hegðun eins og sjálfsskaða og einnig fíknivanda. Hún hefur einnig starfað með einstaklingum með áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og lágt sjálfsmat. 

 

Helstu meðferðarleiðir sem Vigdís notar eru díalektísk atferlismeðferð (DAM), acceptance and commitment therapy (ACT) og hugræn atferlismeðferð (HAM).

Sálfræðingur