Þórunn Eymundardóttir

Þórunn Eymundardóttir

Þórunn sinnir almennri sálfræðimeðferð fullorðinna með áherslu á tilfinningavanda, tengslavanda, sjálfsmyndarvanda, úrvinnslu gamalla áfalla og flókinnar áfallastreitu (complex trauma), auk meðferðar fyrir jafnt gerendur sem þolendur ofbeldis í nánum samböndum. Þórunn veitir tilfinningamiðaða meðferð (emotion focused therapy) auk núvitundarþjálfunar (mindfulness based interventions).

 

Þórunn getur veitt meðferð á íslensku, ensku og dönsku.

 

Möguleiki á að veita viðtöl rafrænt.

 

Sálfræðimenntun og starfsreynsla:

 

  • Cand.psych. gráða frá Háskólanum í Árósum, Danmörku 2022.
  • B.A. gráða í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2020.

 

Cand.psyk. verkefni: The Pain Endured and the Pain Inflicted: Therapeutic Considerations in Relation to Intimate Partner Violence Perpetrators with a History of Early Trauma. Verkefnið skoðar birtingarmynd sálræns vanda hjá gerendur ofbeldis í nánum parasamböndum, kannar áhrif áfalla og ummerki flókinnar áfallastreitu hjá gerendum og skoðar hvaða meðferðarúrræði séu gagnleg fyrir þennan hóp. Verkefnið og niðurstöður þess byggja á nýjustu rannsóknum, greiningarviðmiðum og kenningum innan málaflokksins.

 

B.A. verkefni: The associations between problem drinking and early-life adverse experiences. Verkefnið er megindleg rannsókn sem skoðar tengsl áfalla í æsku við þróun áfengisvanda síðar á lífsleiðinni.

 

Auk þjálfunar í almennri sálfræðimeðferð í cand.psych. náminu hlaut Þórunn starfsþjálfun hjá Dialog Mod Vold í Árósum, sálfræðistofu þar sem unnið er með ofbeldi í nánum samböndum. Þar vann hún með fjölbreyttan hóp skjólstæðinga, jafnt gerendur sem þolendur ofbeldis með ýmiskonar tengsla, tilfinninga og geðrænan vanda.

 

Þórunn er hluti af sálfræðingateymi Heimilisfriðar auk þess sem hún sinnir almennri sálfræðiþjónustu.

 

Önnur menntun og starfsreynsla:

 

B.A. gráða frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006

 

Þórunn á að baki feril innan lista, hönnunar og menningarstjórnunar.

Hún hefur einnig unnið við kennslu og námskeiðahald á sviði lista og sköpunar og starfað við umönnun heilabilaðra og aldraðra. Að auki hefur Þórunn iðkað jóga í áraraðir.

 

Sálfræðingur