
Óla Björk Eggertsdóttir
Óla Björk sinnir almennri sálfræðimeðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna og unglinga ásamt því að veita pararáðgjöf. Óla Björk hefur víðtæka reynslu af því að vinna með kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, áföll, samskiptavanda, reiðivanda og annan tilfinningavanda. Þá hefur hún töluverða reynslu og áhuga á að sinna mæðrum sem glíma við tengslavanda og meðgöngu- og fæðingaþunglyndi.
Helstu meðferðaleiðir sem Óla Björk notar eru byggðar á grunnni hugrænnar atferlismeðferðar, samkenndarmeðferðar, ACT meðferðar og núvitundar. Auk hefðbundinnar meðferðarvinnu þá veitir Óla Björk handleiðslu til sálfræðinga, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og kennara.
Óla Björk hefur víðtæka reynslu af vinnu við sálfræðilegar matsgerðir fyrir barnaverndir og dómstóla. Þá hefur hún tekið að sér sálfræðiathuganir og greiningar í tengslum við ættleiðingar barna.
Menntun og starfsferill
Óla Björk lauk B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og útskrifaðist með Cand.Psych gráðu í sálfræði frá sama skóla árið 2004. Eftir námið flutti Óla Björk með fjölskyldu sinni til Minnesota í Bandaríkjunum og hóf doktorsnám í sálfræði. Samhliða náminu gengdi hún sjálfboðastarfi í eitt ár á Walk-in counseling center í Minneapolis. Þá starfaði hún frá 2006-2007 hjá Minnesota Counseling and Health Services þar sem hún hlaut starfsþjálfun. Óla Björk lauk doktorsgráðu í klínískri sálfræði (Psy.D) frá University of St. Thomas í Minnesota árið 2009.
Eftir doktorsnámið hóf Óla Björk störf á geðdeild Landspítalans ásamt því að hefja sjálfstæðan stofurekstur í Hafnarfirði. Óla Björk starfaði á Miðstöð sálfræðinga í Hafnarfirði á árunum 2009-2025 eða allt þar til hóf störf hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka.
Sálfræðingur