Katrín Þór

Katrín Þór

Katrín sinnir einstaklingsmeðferð fyrir fullorðna í gegnum netmeðferð. Netmeðferð er leið til þess að veita þjónustu við sálrænan vanda með aðstoð rafrænna miðla. Hún vinnur mikið með áföll, kvíða, depurð, streitu/kulnun, sjálfsmatsvanda. Einnig vinnur hún með flókin og samsettan vanda eins og króníska áfallastreitu og persónuleikaraskanir. Hún hefur einnig unnið mikið með einstaklingum í starfsendurhæfingu vegna sálræns og/eða líkamlegan vanda, eins og vefjagigt.

 

Helstu meðferðarleiðir sem Katrín notar eru HAM, DAM, CPT og núvitundarþjálfun.

 

Katrín er ein af sjö eigendum Sálfræðistofunnar Höfðabakka.

 

Menntun
Fjöldi endurmenntunarnámskeiða og ráðstefnur
Cand. Psych próf frá Árósarháskóla í Danmörku – útskrift 2008
BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands – útskrift 2004

 

Störf
2021 - Sálfræðistofan Höfðabakka
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Greiningar og sálfræðimeðferð fullorðinna í gegnum rafræna miðla. Unnið með mál um allt land bæði með almenningi og í samstarfi við VIRK – starfsendurhæfing og flestar starfsendurhæfingarstöðvar um landið.


2017-2021 Katrín Þór Netmeðferð
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Greiningar og sálfræðimeðferð fullorðinna í gegnum rafræna miðla. Unnið með mál um allt land bæði með almenningi og í samstarfi við VIRK – starfsendurhæfing og flestar Starfsendurhæfingarstöðvar um landið.


2015-2017 Katrín Þór sálfræðistofa
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Ítarlegar ADHD greiningar fullorðinna og ráðgjöf í Reykjavík og á Ísafirði. Viðtals- og netmeðferð á Ísafirði með almenningi og í samstarfi við VIRK – starfsendurhæfing og Starfsendurhæfing Vestfjarða.

 

2016-2017 ADHD teymi Landspítalans
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Ítarlegar ADHD greiningar fullorðna og þróun þeirra, þverfagleg teymisvinna og þátttaka í rannsóknum.


2012-2017 Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Greining, meðferð og eftirfylgd á börnum og unglingum, uppeldis- og samskiptaráðgjöf, þverfagleg teymisvinna, málastjórnum, fræðsla og ráðgjöf í grunnskólum, þróun og eftirlit á úrræðum og námskeiðum, hönnun á og umsjón með tilvísunar- og úrvinnsluskjölum og þátttaka í rannsóknum.


2008-2012 Þjónustumiðstöð Vesturbæjar
Hlutverk: skólasálfræðingur
Helstu verkefni: Frumgreiningar og eftirfylgd á börnum og unglingum, uppeldis- og samskiptaráðgjöf, þverfagleg teymisvinna, málastjórnun, fræðsla og ráðgjöf í leik- og grunnskóla og þróun og eftirlit á úrræðum og námskeiðum.

Sálfræðingur - fjarmeðferð