Katrín Þór

Katrín Þór

Katrín sinnir einstaklingsmeðferð fyrir fullorðna í gegnum netmeðferð. Netmeðferð er leið til þess að veita þjónustu við sálrænan vanda með aðstoð rafrænna miðla. Hún vinnur mikið með áföll, kvíða, depurð, streitu/kulnun, sjálfsmatsvanda. Einnig vinnur hún með flókin og samsettan vanda eins og króníska áfallastreitu og persónuleikaraskanir. Hún hefur einnig unnið mikið með einstaklingum í starfsendurhæfingu vegna sálræns og/eða líkamlegan vanda, eins og vefjagigt.

 

Helstu meðferðarleiðir sem Katrín notar eru HAM, DAM, CPT og núvitundarþjálfun.

 

Menntun
Fjöldi endurmenntunarnámskeiða og ráðstefnur
Cand. Psych próf frá Árósarháskóla í Danmörku – útskrift 2008
BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands – útskrift 2004

 

Störf
2021 - Sálfræðistofan Höfðabakka
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Greiningar og sálfræðimeðferð fullorðinna í gegnum rafræna miðla. Unnið með mál um allt land bæði með almenningi og í samstarfi við VIRK – starfsendurhæfing og flestar starfsendurhæfingarstöðvar um landið.


2017-2021 Katrín Þór Netmeðferð
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Greiningar og sálfræðimeðferð fullorðinna í gegnum rafræna miðla. Unnið með mál um allt land bæði með almenningi og í samstarfi við VIRK – starfsendurhæfing og flestar Starfsendurhæfingarstöðvar um landið.


2015-2017 Katrín Þór sálfræðistofa
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Ítarlegar ADHD greiningar fullorðinna og ráðgjöf í Reykjavík og á Ísafirði. Viðtals- og netmeðferð á Ísafirði með almenningi og í samstarfi við VIRK – starfsendurhæfing og Starfsendurhæfing Vestfjarða.

 

2016-2017 ADHD teymi Landspítalans
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Ítarlegar ADHD greiningar fullorðna og þróun þeirra, þverfagleg teymisvinna og þátttaka í rannsóknum.


2012-2017 Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans
Hlutverk: sálfræðingur
Helstu verkefni: Greining, meðferð og eftirfylgd á börnum og unglingum, uppeldis- og samskiptaráðgjöf, þverfagleg teymisvinna, málastjórnum, fræðsla og ráðgjöf í grunnskólum, þróun og eftirlit á úrræðum og námskeiðum, hönnun á og umsjón með tilvísunar- og úrvinnsluskjölum og þátttaka í rannsóknum.


2008-2012 Þjónustumiðstöð Vesturbæjar
Hlutverk: skólasálfræðingur
Helstu verkefni: Frumgreiningar og eftirfylgd á börnum og unglingum, uppeldis- og samskiptaráðgjöf, þverfagleg teymisvinna, málastjórnun, fræðsla og ráðgjöf í leik- og grunnskóla og þróun og eftirlit á úrræðum og námskeiðum.

Sálfræðingur - fjarmeðferð