
Jónína Sigrún Birgisdóttir
Jónína sinnir almennri einstaklingsmeðferð fullorðinna. Hún tekur að sér mál tengd áfengis- og vímuefnavanda, lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi, streitu og langvarandi verkjum. Hennar helstu meðferðarform eru ACT og HAM.
Samhliða starfi sínu á Sálfræðistofunni Höfðabakka starfar Jónína sem sálfræðingur hjá SÁÁ á meðferðarstöðinni Vík og hefur gert síðan 2022.
Menntun
Jónína lauk BSc námi í sálfræði og MSc námi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2022. Í lokaverkefni hennar skoðaði hún algengi áfalla í æsku meðal karlmanna í fangelsum og í áfengis- og vímuefnameðferð og áhrif þeirra á lífsgæði á fullorðinsárum. Hún hlaut starfsþjálfun hjá Fangelsismálastofnun og á Reykjalundi á gigtar- og verkjasviði og í starfsendurhæfingu.
Sálfræðingur