Jóhanna Dagbjartsdóttir

Jóhanna Dagbjartsdóttir

Jóhanna sinnir meðferð fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Helst vinnur hún með kvíða, depurð, reiðivanda, áföll og óæskilega kynhegðun. Helstu meðferðarformin eru meðal annars hugræn atferlismeðferð, atferlismótun og núvitund. 

 

Einnig býður hún upp á uppeldisráðgjöf til foreldra þegar til dæmis um hegðunarvanda er að ræða.

 

Þegar unnið er með börn og unglinga er ávallt tekið tillit til þroskastigs barns og unnið í samráði við foreldra.

Misjafnt er hvort börn séu ein í meðferðartíma, foreldri með allan tímann eða að hluta en mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í meðferð barna sinna til að hún beri árangur.

 

Menntun:

Jóhanna lauk B.S. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og Cand.psych. prófi árið 2012 einnig frá Háskóla Íslands. Hún hefur setið fjölda endurmenntunarnámskeið og ráðstefnur.

 

 

Fyrri störf:

Frá útskrift starfaði Jóhanna í skólaþjónustu á Suðurlandi og Mosfellsbæ þar sem hún sinnti greiningum, ráðgjöf og styttri meðferð. Einnig var hún með hópmeðferð fyrir börn og unglinga og hélt ótal námskeið og fyrirlestra.

 

Jóhanna tók nýlega þátt í þróunarverkefni hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í eitt ár þar sem áherslan var á aukna þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Hún sinnti stuðningi og ráðgjöf við þolendur kynferðisbrota en einnig við aðstandendur og sakborninga. Þá sinnti hún einnig eftirfylgni við einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum.

 

Sálfræðingur