Jóhanna Dagbjartsdóttir

Jóhanna Dagbjartsdóttir

Jóhanna sinnir almennri sálfræðimeðferð fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Hún hefur víðtæka reynslu að vinna með reiði, kvíða, áföll og streitu. Hennar helstu meðferðarform eru ACT, HAM og EMDR.

 

Hún sinnir meðferð fyrir fólk sem hefur beitt ofbeldi í nánum samböndum eða verið beitt ofbeldi og er einn af sálfræðingum Heimilisfriðar.

 

Hún er einn af stofnendum úrræðisins Taktu skrefið og sinnir meðferð fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun og/eða hugsun sinni eða jafnvel verið sakað um óæskilega kynhegðun.

 

Jóhanna er ein af sjö eigendum Sálfræðistofunnar Höfðabakka.

 

Menntun:

Jóhanna lauk B.S. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og Cand.psych. prófi árið 2012 einnig frá Háskóla Íslands. Hún hefur setið fjölda endurmenntunarnámskeið og ráðstefnur.

 

Fyrri störf:

Frá útskrift starfaði Jóhanna í skólaþjónustu á Suðurlandi og Mosfellsbæ þar sem hún sinnti greiningum, ráðgjöf og styttri meðferð barna. Einnig var hún með hópmeðferð fyrir börn og unglinga og hélt ótal námskeið og fyrirlestra.

 

Jóhanna tók þátt í þróunarverkefni hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í eitt ár þar sem áherslan var á aukna þjónustu við þolendur kynferðisbrota árið 2019. Hún sinnti stuðningi og ráðgjöf við þolendur kynferðisbrota en einnig við aðstandendur og sakborninga. Þá sinnti hún einnig eftirfylgni við einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum.

Sálfræðingur