Hannes Björnsson

Hannes Björnsson

Hannes Björnsson hefur starfað sem sálfræðingur frá 2009, en var áður sóknarprestur á Vestfjörðum frá 1992 til 2001 og prestur Íslendinga í Noregi frá 2001 til 2004. Hann lauk sálfræðinámi 2009 og námi í hugrænni atferlismeðferð til sérfræðingsviðurkenningar klínísks sálfræðings 2017. Meðferð er veitt á íslensku, ensku og norðurlandamálunum.

 

Sem meðferðaraðili er Hannes með mikla reynslu af klínískri meðferð áfalla, kvíða og depurðar og hefur veitt handleiðslu í erfiðum aðstæðum í þrjá áratugi. Auk meðferðar sem byggir á grunni hugrænnar atferlismeðferðar notar Hannes EMDR meðferð og er áhugamaður um IFS og hópavinnu. 

 

Hannes hefur rekið sálfræðistofuna Greining og meðferð frá 2013. Þar eru gerðar ADHD greiningar fullorðinna samkvæmt leiðbeinandi viðmiðum Landlæknisembættis. Einnig eru metin einkenni einhverfurófs fullorðinna og/eða lögð fyrir greindarpróf sé þess óskað. Sálfræðistofan er jafnframt viðurkennd af Vinnueftirlitinu sem þjónustuaðili í vinnuvernd. 

 

Nánari upplýsingar um Hannes Björnsson og Greiningu og meðferð ehf. eru hér.

 

Sálfræðingur

Hafa samband

hannesb@gom.is 527-7600