Elísabet Ósk Vigfúsdóttir

Elísabet Ósk Vigfúsdóttir

Elísabet er menntuð fjölskyldufræðingur, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Hún hefur einnig lokið námi í Hugrænni atferlismeðferð og MÁPM námi í meðvirkni- og áfallameðferð sem er aðferð til þess að vinna með einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum í uppvextinum sem síðar á lífsleiðinni hafa áhrif á þroska, líðan og hegðun einstaklings.

Einnig hefur hún tekið viðbótarnám í parameðferð og sérhæft sig enn frekar og öðlast þekkingu og skilning á parasambandinu og þeim helstu áskorunum sem pör mæta eins og ágreining, samskiptum, kynlífi og foreldrahlutverkinu. Í kjölfarið tók hún næsta stig og öðlaðist alþjóðlega löggildingu í námskeiðishaldi fyrir pör PREP (Prevention and Relationship Enhancement Program). Sú aðferð byggir á vísindalegum og margreyndum aðferðum við að hjálpa pörum að snúa við neikvæðu samskiptarmynstri og temja sér uppbyggilegar samskiptaleiðir sem styrkja parasambandið. Samkvæmt National Research and Analysis Centre for Welfare (VIVE) er PREP besta vísindalega rannsakaða paranámskeið í heimi. Elísabet hefur einnig lokið námi sem sáttamiðlari og uppfyllir skilyrði félag Sáttar sem slík.

Elísabet veitir bæði einstaklings, fjölskyldu, parameðferð og sáttamiðlun. Eins er hún með námskeið fyrir pör sem miða að því að styrkja parasambandið, nándina og tengsl í barneignarferlinu.

Í meðferðarvinnu leggur Elísabet mikinn metnað í að mæta einstaklingum á jafningjagrundvelli og af fordómaleysi. Hún sér mikilvægi í því að vinna með rót vandans og notast við tilfinningalega meðferðarnálgun, verkfæri jákvæðrar sálfræði, lausnamiðamiðaða nálgun og hefur tengslakenningar að leiðarljósi. 

Hún hefur öðlast víðtæka reynslu sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og sem ljósmóðir bæði á fæðingarvaktinni á HSS og á Landspítala. Síðan 2015 hefur hún starfað á göngudeild mæðraverndar/áhættumæðravernd á LSH þar sem hún hefur sérhæft sig í meðgöngueftirliti kvenna sem eiga við geð- og eða vímuefnavanda að stríða. Áður en hún hóf að sinna fjölskyldumeðferð hefur hún því haft tækifæri að læra og afla sér mikillar reynslu í meðferðarvinnu, bæði með fjölskyldum og einstaklingum.


Elísabet býður m.a. upp á:

  • Sérhæfða meðferð/ráðgjöf vegna samskiptavanda í parasambandi og/eða fjölskyldu.
  • Sáttamiðlun í almennum samskiptaerfiðleikum og ágreining innan fjölskyldna eða vinnustaða.
  • Sérhæfða þjónustu fyrir foreldra með börn eða verðandi foreldra sem glíma við vanlíðan, geðrænan og/eða vímuefnavanda eða hafa áhyggjur af þroska og/eða tengslamyndun til barns.
  • Áfalla og meðvirknimeðferð.
  • Ráðgjöf vegna vímuefnavanda með skaðaminnkandi hugmyndafræði.

Menntun

2023 – 2023      Sérhæfing og nám í sáttamiðlun: Sáttamiðlaraskólinn

2023 – 2023      Sérhæfing og alþjóðleg löggilding: Certification in conducting courses for couples “PREP” (Prevention and Relationship Enhancement Program). Center for familieudvikling

2023 – 2023      Sérhæfing: Knowledge and tools for working with couples. Center for familieudvikling

2022 – 2022      MÁPM meðferðaraðili (Meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody).

2020 – 2022      Nám í fjölskyldumeðferðarfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

2015 – 2016      Nám í Hugrænni atferlismeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Diploma.

2010 – 2013      Ljósmóðurfræði (Candidata  Obstetriciorum) frá Háskóla Íslands.

2005 – 2008      BSc Hjúkrunarfræði. University College Lillebælt, Vejle, Danmörk.

2001 – 2004      Tæknistúdent Vitus Bering og sjúkraliðanám (social og sundhedshjælper). Social og sundhedsskolen Horsens, Danmörku.

 

Elísabet er með starfsleyfi frá Embætti landlæknis 

Fjölskyldufræðingur