Auður Eiríksdóttir
Auður er sálfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík sem hefur sérhæft sig í meðferð tilfinningavanda kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð.
Auður útskrifaðist frá Háskóla íslands með B.A. gráðu í sálfræði árið 2004 og Cand. Psych gráðu árið 2006. Frá útskrift og fram til ársins 2017 starfaði Auður sem sálfræðingur hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð. Auður hefur eftir það starfað sem sálfræðingur á einkastofum þar sem hún hefur sinnt greiningu og sálfræðilegri meðferð fullorðinna með sérstaka áherslu á kvíðavanda óléttra kvenna.
Auður stundar nú doktorsnám við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og fjalla rannsóknir hennar um Hugræna atferlismeðferð (HAM) við kvíða á meðgöngu. Í doktorsnáminu hefur Auður lokið starfsnámi sem sálfræðingur hjá áhættumæðravernd kvennadeildar Landspítalans.
Sálfræðingur