Áslaug Kristinsdóttir

Áslaug Kristinsdóttir

Áslaug sinnir almennri sálfræðimeðferð fullorðinna. Hún veitir ráðgjöf og meðferð við almennri vanlíðan, streitu/kulnun, kvíða, depurð, lágu sjálfsmati, meðvirkni og samskiptaerfiðleikum.

 

Hún hefur einnig mikla reynslu af þjónustu við vinnustaði vegna félagslegra og andlegra áhættuþátta. Helstu viðfangsefni eru  ýmsar greiningar á starfsumhverfi, starfsmannastuðningur,  stjórnendahandleiðsla og  sáttamiðlun á vinnustöðum.

 

Auk þess tekur Áslaug að sér að halda fyrirlestra og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Helstu viðfangsefni eru  t.d Jákvæð samskipti og starfsandi, Erfið samtöl, Breytingar, Vellíðan starfsmanna, Streita og kulnun og Einelti, kynferðisleg og kynbundn áreitni og ofbeldi

 

Starfsreynsla

 • 2021- Vinnuvernd, sálfræðingur og ráðgjafi

Vinn í sálfræðiteymi Vinnuverndar og helstu verkefni er einstaklingsviðtöl og stuðningur  við starfsmenn/stjórnendur, úttektir á vinnustöðum, fræðsla og námskeið, ráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna varðandi starfsmannamál og sálfélagslega áhættuþátti og stjórnendahandleiðsla

 • 2019- Sálfræðingar Höfðabakka, sálfræðingur
 • 2019-2022 Landspítali, Skrifstofa mannauðsmála

Starfaði í Stuðnings og ráðgjafarteymi fyrir starfsmenn LSH. Helstu verkefni voru stuðningur og ráðgjöf við starfsmenn spítalans, fræðsla, hóphandleiðsla, vinna með samskipti og ráðgjöf til stjórnenda

 • 2018- 2018 Hagvangur ráðgjafaþjónusta

Vann við ráðningar á opinberum og almennum markaði. Önnur verkefni voru ráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna vegna samstarfs– og samskiptaerfiðleika, sáttamiðlun, starfslokaráðgjöf og ýmsar úttektir á innra starfsumhverfi fyrirtækja

 • 2007-2018 Líf og sál, sálfræði og ráðgjafastofa, sálfræðingur

Helstu verkefni voru almenn sálfræðimeðferð fyrir einstaklinga og hópa. Einnig ýmis þjónusta við vinnustaði, svo sem starfsmannastuðningur, stjórnendahandleiðsla, eineltisathuganir, greiningar á innra starfsumhverfi, námskeið og fræðsla fyrir hópa og ráðgjöf til stjórnenda vegna sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustöðum.

 

Menntun

 • Sáttamiðlun. Sáttamiðlunarskólinn 2021
 • Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni (löng námslína). Endurmenntun Opna Háskólans; Háskólinn í Reykjavík
 • psych.próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007.
 • BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 2003.

 • Ýmis endurmenntunarnámskeið á sviði klínískrar sálfræði
 • Fjöldi vinnustofa og námskeiða á sviði vinnuverndar, bæði hérlendis og erlendis

Sálfræðingur