Arndís Valgarðsdóttir

Arndís Valgarðsdóttir

Arndís sinnir sálfræðiþjónustu fyrir fullorðið fólk á öllum aldri. Hún hefur kynnt sér sálfræðilega meðferð fyrir miðaldra og eldra fólk og býður skjólstæðinga sem komnir eru á miðjan aldur og efri ár sérstaklega velkomna. Arndís og Alzheimersamtökin hafa gert með sér samkomulag um samstarf þegar við á.

Helstu áherslur eru á meðferð við þunglyndi, kvíða, streitu, sjálfsmatsvanda, svefnleysi, áföllum og sorg. Arndís beitir hugrænni atferlismeðferð (HAM), Acceptance and commitment therapy (ACT) og EMDR meðferð við áföllum eftir því sem við á.

 

Menntun
BS gráða, MS gráða og Cand. psych. gráða í sálfræði frá Háskóla íslands.
Diplómagráða í Öldrunarfræðum frá Háskóla íslands.
Arndís hlaut starfsþjálfun á Reykjalundi þar sem hún sinnti m.a. einstaklingum með margskonar andlega vanlíðan og hópmeðferðum við verkjum.

 

Verkefni
Í MS námi sínu lagði Arndís áherslu á öldrunarsálfræði og heilabilunarsjúkdóma. Lokaverkefnið í MS náminu fjallaði um upplifun á að greinast með Alzheimers taugahrörnunarsjúkdóm.

Í klínísku sálfræðinámi fjallaði lokaverkefnið um svefn og breytingar á svefnmynstri og líðan Íslendinga eftir árstíðum og landsvæðum. Við það verkefni og í störfum við svefnrannsóknir á Landspítalanum-Háskólasjúkrahúsi lagði Arndís áherslu á að kynna sér svefn og svefnmeðferð.Rannsóknir
MS rannsókn: Að greinast með Alzheimerssjúkdóm: Áhrif á líðan og lífsgæði
Cand. Psych rannsókn: Breytingar á svefnmynstri, líðan og lífsgæðum eftir árstíðum og búsetu
Arndís hefur að auki tekið þátt í rannsóknum á sviði Lungnadeildar og Öldrunardeildar LSH. Rannsóknarefni eru aðallega tengsl kæfisvefns við ýmsa sjúkdóma, þar á meðal Alzheimers-sjúkdóm.

Sálfræðingur