Handleiðsla heilbrigðisstarfsfólks

Margir sálfræðingar okkar bjóða upp á handleiðslu fyrir annað fagfólk eins og sálfræðinga, lækna, fjölskyldumeðferðarfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa. Oft er um að ræða beina klíníska handleiðslu á mál sem viðkomandi er að vinna með. Þá er einnig boðið upp á almenna handleiðslu fyrir fagfólk sem og starfsfólk ýmissa fyrirtækja og stofnanna.

 

Handleiðslan er ætluð bæði fyrir einstaklinga og hópa og er þýðingar­mikill þáttur í því að skapa fólki heil­brigð starfsskilyrði. Með handleiðslu gefst tækifæri til að ígrunda starf sitt og líðan í öruggu og óháðu umhverfi. Markmið handleiðslu er meðal annars að aðstoða viðkomandi við að þroskast í starfi, nýta betur hæfileika sína, setja mörk milli sín og starfsins og finna lausnir á verkefnum sem hann er að takast á við.  ​