Kristín Tómasdóttir

Kristín Tómasdóttir

Menntun:

MA- fjölskyldumeðferð frá HÍ
MPA- stjórnun og stefnumótun í Opinberri stjórnssýslu
BA- sálfræði og kynjafræði
Stúdentspróf- Menntaskólinn við Hamrahlíð

 

Verkefni:

Kristín hefur á undanförnum áratug þróað og kennt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru fyrirbyggjandi og miða að því að kenna börnum að þekkja og passa sjálfsmynd sína. Auk þess hefur Kristín haldið fræðslur fyrir foreldra og fagfólk um sterkari sjálfsmynd barna.

Í dag sinnir Kristín aðallega parameðferð og hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur ástinni.

Kristín gerði rannsókn og lokaverkefni um styrkingu foreldra og parsambands á fyrstu æviárum barna en hún hefur ofurtrú á fyrirbyggjandi paravinnu. 

Kristín tekur að sér parameðferð, skilnaðarstuðning og aðra fjölskyldumeðferð.

 

Ritstörf:

Stelpur (2010)
Stelpur A-Ö (2011)
Stelpur geta allt (2012)
Strákar (2013)
Stelpur - 10 skref að sterkari sjálfsmynd (2015)
Sterkar stelpur (2017)
Hjónabandssæla (væntanleg 2021)

 

Félagsstörf:

Formaður Félags einstæðra foreldra
Framkvæmdarstjóri Geðhjálpar
Framkvæmdarstjóri Landssambands æskulýðsfélaga
Verkefnastjóri fyrir ungliðahreyfingu og aðstandandahópa hjá LAUF félag Flogaveikra
Fulltrúi ungs fólks í íslensku Unesco nefndinni

Fjölskyldumeðferðarfræðingur