Jóhann Thoroddsen

Jóhann Thoroddsen

Jóhann sinnir einstaklingsráðgjöf fyrir ungt fólk og fullorðna. Sérstakt áhugasvið Jóhanns er meðferð við afleiðingum hvers konar áfalla auk þess að veita áfallahjálp strax í kjölfar alvarlegra atburða. Þá vinnur Jóhann einnig með kvíða, þunglyndi og sjálfstyrkingu. Jóhann styðst helst við CPT-áfallameðferð, hugræna atferlismeðferð og almenna samtalsmeðferð. Jóhann sinnir einnig handleiðslu fyrir fagfólk bæði einstaklinga og hópa.

Jóhann er einn þriggja eigenda sálfræðistofunnar.

 

Menntun
Jóhann lauk B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1977 og síðan Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð 1982. Hann lauk tveggja ára námi í hugrænni atferlismeðferð 2008. Þá hefur Jóhann setið fjölda námskeiða gegnum tíðina til að efla þekkingu og styrkja sig í starfi.

 

Verkefni
Jóhann hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið fyrir félagasamtök og vinnustaði m.a. um ýmsan vanda fólks með fötlun, áföll og afleiðingar þeirra, sorg og missi, samvinnu og líðan á vinnustað.
Einnig hefur hann unnið mikið fyrir ýmis fyrirtæki og félagasamtök, sem leitað hafa eftir ráðgjöf hans og vísa starfsfólki sínu á eftir þörfum.

 

Starfsreynsla
Jóhann hefur unnið með málefni fólks með fötlun, með börn í leik- og grunnskólum, unglinga og fullorðna í fíknivanda og hjá Rauða krossinum. Þar er hann einnig sendifulltrúi og hefur sem slíkur sinnt hjálparstörfum og haldið námskeið og fyrirlestra víða um heim. Jóhann rak eigin sálfræðistofu í hlutastarfi í 20 ár þar til hann varð einn af stofnendum Sálfræðingar Höfðabakka árið 2013 og hefur starfað þar síðan í fullu starfi.

 

Trúnaðarstörf
Jóhann hefur setið í kjaranefnd Sálfræðingafélags Íslands sem og stjórn, gert úttekt á málefnum fatlaðra í Reykjavík fyrir Félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg og setið í nefnd á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um Olweusar-áætlunina gegn einelti í grunnskólum.

Sálfræðingur