Ísabella Guðmundsdóttir

Ísabella Guðmundsdóttir

Ísabella sinnir almennri sálfræðimeðferð fullorðinna svo sem félagskvíða, ofsakvíða, heilsukvíða, almennri kvíðaröskun, lágu sjálfsmati og þunglyndi. Í meðferð notast Ísabella við hugræna atferlismeðferð (HAM).

 

 

Ísabella lauk BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík 2018 og MSc gráðu í klínískri sálfræði árið 2023 frá Háskólanum í Reykjavík. Í náminu hlaut Ísabella starfsþjálfun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Kvíðameðferðarstöðinni. Í MSc rannsóknarverkefni sínu skoðaði hún gagnsemi snjallúra í meðferð við geðhvörfum. Í BSc verkefni skoðaði Ísabella áfallastreituröskun meðal einstaklinga sem sóttu meðferð við fíknivanda.

 

 

Starfsreynsla:

2023 – Geðteymi heilbrigðisstofnunar suðurnesja

2023 – Starfsþjálfun hjá Kvíðameðferðarsöðinni

2021 – Starfsþjálfun hjá Heilbrigðisstofnun suðurnesja

2020 – Ráðgjafi hjá Pieta

2019-2021 – Ráðgjafi á fíknigeðdeild Landspítalans

2019-2020 – Sjálfboðaliði hjá hjá Rauða Krossinum í verkefninu Frú Ragnheiður

Sálfræðingur