Helga B. Haraldsdóttir

Helga B. Haraldsdóttir

Helga B. Haraldsdóttir sálfræðingur starfar við sálfræðistofuna Höfðabakka með sérhæfingu í krónískum verkjum.  

 

Helga lauk BA námi frá Háskóla Íslands 1998 og kandídatsnámi frá Árósarháskóla 2002 þar sem hún lagði áherslu á öldrunarsálfræði og klíníska sálfræði.

 

BA verkefni Helgu var rannsókn á staðalmyndum varðandi konur af asískum uppruna og meistaraverkefnið sneri að hegðun alsheimerssjúklinga á hjúkrunarheimilum og viðbrögðum fagaðila.

Helga hefur lengst af starfað við stjórnun í öldrunarþjónustu, nú síðast sem forstöðumaður í þjónustuíbúðum aldraðra hjá Reykjavíkurborg þar til hún sneri kvæði sínu í kross og stofnaði sálfræðistofuna Verkjalaus. Það var árið 2020 sem Helga heillaðist af verkjafræðum og umbreytti sínu lífi með hjálp þeirra en hún þjáðist sjálf af mígreni frá unglingsaldri.

 

Helga er viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun eða PRT (Pain Reprocessing Therapy) og er sú fyrsta á Íslandi til að mennta sig í þeirri meðferðarleið sem er þróuð af Alan Gordon á Pain Psychology Center. Hún hefur einnig sótt námskeið í verkjameðferð hjá dr. Howard Schubiner lækni og Charlie Merrill sjúkraþjálfara. Nánar er hægt að lesa um Helgu og Verkjaendurferlun á heimasíðunni www.verkjalaus.is

 

Ásamt því að vera með viðtöl á sálfræðistofunni Höfðabakka starfar Helga sem sálfræðingur og málastjóri hjá Reykjavíkurborg í teymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Sálfræðingur