Helga B. Haraldsdóttir

Helga B. Haraldsdóttir

Helga starfar á Sálfræðistofunni Höfðabakka, hjá Hæfi endurhæfingarstöð og hjá Alþjóðateymi Reykjavíkurborgar. Helga sinnir meðferðarvinnu fullorðinna með langvarandi verki, síþreytu, kvíða og þunglyndi. Hún notar mikið PRT (Pain Reprocessing Therapy) í sinni vinnu ásamt ACT (Acceptance and Commitment Therapy).    

Helga lauk BA námi frá Háskóla Íslands 1998 og kandídatsnámi frá Árósarháskóla 2002 þar sem hún lagði áherslu á klíníska sálfræði og öldrunarsálfræði.

Helga starfaði lengi við stjórnun í öldrunarþjónustu þar til hún stofnaði sálfræðistofuna Verkjalaus eftir að hafa sjálf náð bata af krónískum verkjum með hjálp PRT (Verkjaendurferlun). Helga er viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun og er sú fyrsta á Íslandi til að mennta sig í þeirri meðferðarleið sem er þróuð af Alan Gordon á Pain Psychology Center. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið s.s. í verkjameðferð hjá Howard Schubiner lækni og í ACT meðferð.

Sálfræðingur