Edda Hannesdóttir

Edda Hannesdóttir

Edda sinnir almennri sálfræðiþjónustu fullorðinna. Hún hefur sérhæft sig í fjölskyldumálum; hjóna- og parameðferð og skilnaðar- og umgengnismálum.
 

Menntun
Edda lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og síðan meistaraprófi í sálfræði frá sama skóla. Starfsþjálfun hlaut hún á geðdeild Landspítalans.

Edda hefur rannsakað hverjar helstu ástæður liggja að baki skilnaða- og sambúðarslitum annars vegar og hins vegar hvernig fólk semur um framtíð barna sinna við skilnað og sambúðarslit. Hún er í stjórn Sáttar, félags um sáttamiðlun (satt.is) og uppfyllir skilyrði félagsins sem sáttamiðlari.

Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í sinni sérhæfingu, m.a.:
Couples Therapy (IBCT), Endurmenntun HÍ. 2013
Strategies within empirically-based treatment for youth with anxiety, Dr. Pilip C. Kendall. 2014.
Sáttamiðlun, Elmar Hallgrímson. 2014
Emotion focused couple therapy, sem er ein viðurkenndasta aðferðin í parameðferð og sú sem Edda notar í sinni vinnu. 2015
Dam dialektísk atferlismeðferð, Margrét Bárðardóttir. 2015
Sáttameðferð í fjölskyldumálum, Endurmenntun HÍ, Þórdís Rúnarsdóttir og Bóas Valdórsson. 2016
Störf sálfræðinga í forsjár-og umgengnismálum fyrir dómstóla og barnaverndaryfirvöld, Joanna B. Rohrbaugh. 2016
Nýjasta nýtt í kvíðameðferð, Endurmenntun HÍ, Sóley D. Davíðsdóttir. 2016


Rannsóknir

B.A.-rannsókn 2005:
Samvistarslit foreldra. Ákvarðanir foreldra um framtíð barna við skilnað og sambúðarslit: Rannsókn á opinberum gögnum árin 2000, 2002 og 2004. BA-ritgerð: Háskóli Íslands, félagsvísindadeild.

Meistararitgerð 2012:
Ástæður skilnaða og sambúðarslita.
Ýmsir tilgreindir áhættuþættir fráskilinna hjóna og para sem skildu eða slitu sambúð hjá sýslumanninum í Reykjavík á árunum 2005 og 2006.

Sálfræðingur